Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Víða um heim, þar á meðal á Filippseyjum, er hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í Sýrlandi mótmælt. Vísir/Epa Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05