Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 21:08 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira