Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 17:38 Eyþór snýr vörn í sókn og segir borgina geta trútt um talað þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. „Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
„Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40