Búist er við hvössum orðaskiptum á breska þinginu í dag þegar Theresa May forsætisráðherra Breta svarar fyrir þá ákvörðun sína að taka þátt í loftárásum á Sýrland. May mun, samkvæmt The Guardian, segja að árásunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og að þær hafi verið gerðar með hag Breeta að leiðarljósi.
May segir að það sé Bretum í hag að stemma stigu við notkun á efnavopnum og koma í veg fyrir að slík vopn verði notuð aftur. May mun svara spurningum þingmanna síðdegis í dag, en hún neitaði að kalla þingið saman til að fá samþykki þingmanna áður en árásirnar voru gerðar.
Theresa May svarar fyrir ákvörðun sína í dag

Tengdar fréttir

Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma.

Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás
Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta.

Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar
Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja.