Stefna VG verði að koma skýrar fram Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2018 06:00 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í gærkvöldi. VÍSIR/EGILL „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30