Stefna VG verði að koma skýrar fram Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2018 06:00 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í gærkvöldi. VÍSIR/EGILL „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30