Píratar kynntu framtíðarsýn sína 16. apríl 2018 06:00 Oddvitar Pírata boðuðu til blaðamannafundar í gær. Vísir/Sigtryggur Píratar telja sig hafa náð að fylgja stefnumálum sínum frá því í síðustu kosningum með því að stofna rafræna þjónustumiðstöð í borginni, festa embætti umboðsmanns borgarbúa varanlega í sessi og endurskoða mannréttindastefnu borgarinnar. Píratar kynntu í gær framtíðarsýn sína á sveitarstjórnarstigi með yfirferð yfir stefnumál sín í Reykjavík frá árinu 2014. Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata á sveitarstjórnarstigi, tók saman uppgjörsskýrslu fyrir síðasta kjörtímabil og kynnti í gær helstu niðurstöður skýrslunnar. Píratar vildu að óháð stjórnsýsluúttekt yrði gerð á því hvort spilling væri til staðar innan embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og vildu bregðast við ef svo reyndist vera. Innri endurskoðun borgarinnar vinnur nú að mati á misferlisáhættu innan borgarkerfisins. Sérstök áhersla er lögð á að vakta áhættusvið í starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Þá vildu Píratar efla fræðslu um þá valkosti sem bjóðast í hugbúnaðargeiranum, en ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að því á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Píratar telja enn vera margt ógert í framkvæmd fjárhagsaðstoðar og annarrar þjónustu, en í skýrslunni segir að bæði starfsfólk Reykjavíkur og notendur kvarti undan of flóknu kerfi á innri vef borgarinnar. „Kallað er bæði eftir aukinni rafrænni þjónustu og góðum mannlegum samskiptum.“ Píratar vildu einnig efla embætti umboðsmanns borgarbúa og að hlutverk þess yrði útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum. Í skýrslunni kemur fram að það hafi gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Píratar telja sig hafa náð að fylgja stefnumálum sínum frá því í síðustu kosningum með því að stofna rafræna þjónustumiðstöð í borginni, festa embætti umboðsmanns borgarbúa varanlega í sessi og endurskoða mannréttindastefnu borgarinnar. Píratar kynntu í gær framtíðarsýn sína á sveitarstjórnarstigi með yfirferð yfir stefnumál sín í Reykjavík frá árinu 2014. Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata á sveitarstjórnarstigi, tók saman uppgjörsskýrslu fyrir síðasta kjörtímabil og kynnti í gær helstu niðurstöður skýrslunnar. Píratar vildu að óháð stjórnsýsluúttekt yrði gerð á því hvort spilling væri til staðar innan embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og vildu bregðast við ef svo reyndist vera. Innri endurskoðun borgarinnar vinnur nú að mati á misferlisáhættu innan borgarkerfisins. Sérstök áhersla er lögð á að vakta áhættusvið í starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Þá vildu Píratar efla fræðslu um þá valkosti sem bjóðast í hugbúnaðargeiranum, en ekki hefur verið unnið nægilega markvisst að því á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Píratar telja enn vera margt ógert í framkvæmd fjárhagsaðstoðar og annarrar þjónustu, en í skýrslunni segir að bæði starfsfólk Reykjavíkur og notendur kvarti undan of flóknu kerfi á innri vef borgarinnar. „Kallað er bæði eftir aukinni rafrænni þjónustu og góðum mannlegum samskiptum.“ Píratar vildu einnig efla embætti umboðsmanns borgarbúa og að hlutverk þess yrði útvíkkað þannig að borgarar geti leitað þangað með beiðnir um úrbætur í málum og málaflokkum. Í skýrslunni kemur fram að það hafi gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira