Flokkar eru til óþurftar Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2018 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun