Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 18:56 Þórunn Ólafsdóttir er formaður Akkeris, samtaka sem stofnuð voru af áhugafólki um starf í þágu fólks á flótta. Mynd/Samsett Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. Hún segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ og að „jakkafataklæddir karlar“ sem sitja við stjórnvölinn á Vesturlöndum hugsi aðeins um eigin hagsmuni. Þórunn er formaður Akkeris, samtaka sem stofnuð voru af áhugafólki um starf í þágu fólks á flótta. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að þau hafi það að markmiði að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar við að taka á móti fólki á flótta og efna áframhaldandi hjálparstarf. Þórunn, sem hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2016 fyrir ötult starf í þágu flóttafólks, er harðorð í garð Íslendinga og alþjóðasamfélagsins í Facebook-færslu sem birtist í dag.Sjá einnig: Snúin staða fyrir VG vegna NATOHavaríið komi stríðshrjáðum Sýrlendingum lítið við „Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin,“ skrifar Þórunn í Facebook-færslu sinni í dag. Þórunn segist þó meðvituð um forréttindastöðu sína, sem þegn í ríki sem býr við frið, en gagnrýnir harðlega viðbrögð alþjóðasamfélagsins við árásum vesturveldanna á Sýrland. „Kjarninn í viðbrögðum okkar á að vera stuðningur við fólkið sjálft - ekki einhverja ruglaða karla sem taka sér alræðisvald hvar sem þeir koma. Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.“Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPÁbúðarfullum körlum „skítsama um Sýrlendinga“ Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir stríðið hafa sett líf hans, fjölskyldu hans og næstum allra sem hann þekkir úr skorðum. Þórunn segir ráðamenn ekki hafa áhyggjur af Sýrlendingum heldur virðast áhyggjur vesturlandabúa helst beinast að deilum Bandaríkjamanna og Rússa.Sjá einnig: „Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus „Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa virðist reiðastur yfir því að Bandaríkjamenn hafi ráðist á Rússa og aðrir óttast að Rússar ráðist á Bandaríkin. Sýrland skiptir ekki lengur máli. Sýrland skipti aldrei máli. Sýrlendingum hefur verið slátrað í meira en sjö ár, flestum af eigin stjórnvöldum.“ Fálmkennd og liðleskjuleg fréttaviðtöl Þórunn segir áhuga alþjóðasamfélagsins á styrjöldinni líklega tímabundinn og bendir á að löndin sem standa að árásinni hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að veita Sýrlendingum skjól. Þá gagnrýnir Þórunn íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við árásunum. „Ísland, sem hefur tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hefur hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar í fyrrinótt. Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“Stöðuuppfærslu Þórunnar má lesa í heild hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. Hún segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ og að „jakkafataklæddir karlar“ sem sitja við stjórnvölinn á Vesturlöndum hugsi aðeins um eigin hagsmuni. Þórunn er formaður Akkeris, samtaka sem stofnuð voru af áhugafólki um starf í þágu fólks á flótta. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að þau hafi það að markmiði að nýta þekkingu og reynslu þeirra sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar við að taka á móti fólki á flótta og efna áframhaldandi hjálparstarf. Þórunn, sem hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2016 fyrir ötult starf í þágu flóttafólks, er harðorð í garð Íslendinga og alþjóðasamfélagsins í Facebook-færslu sem birtist í dag.Sjá einnig: Snúin staða fyrir VG vegna NATOHavaríið komi stríðshrjáðum Sýrlendingum lítið við „Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin,“ skrifar Þórunn í Facebook-færslu sinni í dag. Þórunn segist þó meðvituð um forréttindastöðu sína, sem þegn í ríki sem býr við frið, en gagnrýnir harðlega viðbrögð alþjóðasamfélagsins við árásum vesturveldanna á Sýrland. „Kjarninn í viðbrögðum okkar á að vera stuðningur við fólkið sjálft - ekki einhverja ruglaða karla sem taka sér alræðisvald hvar sem þeir koma. Þessu helvíti verður að linna. Fleiri sprengjur eru eflaust ekki svarið, en í guðs bænum látið mig vita ef þið liggið á friðsamlegri lausn þessa ástands.“Frá vettvangi einnar loftárásar vesturveldanna í Sýrlandi.Vísir/AFPÁbúðarfullum körlum „skítsama um Sýrlendinga“ Maður Þórunnar er Sýrlendingur og hún segir stríðið hafa sett líf hans, fjölskyldu hans og næstum allra sem hann þekkir úr skorðum. Þórunn segir ráðamenn ekki hafa áhyggjur af Sýrlendingum heldur virðast áhyggjur vesturlandabúa helst beinast að deilum Bandaríkjamanna og Rússa.Sjá einnig: „Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus „Allir þessir jakkafataklæddu, ábúðarfullu karlar sem hefur hingað til verið skítsama um Sýrlendinga og unnið hörðum höndum að því að skella landamærum sínum í lás fyrir þeim, hafa engar áhyggjur af örlögum þeirra núna. Þeir hafa áhyggjur af sínum eigin rassi. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa virðist reiðastur yfir því að Bandaríkjamenn hafi ráðist á Rússa og aðrir óttast að Rússar ráðist á Bandaríkin. Sýrland skiptir ekki lengur máli. Sýrland skipti aldrei máli. Sýrlendingum hefur verið slátrað í meira en sjö ár, flestum af eigin stjórnvöldum.“ Fálmkennd og liðleskjuleg fréttaviðtöl Þórunn segir áhuga alþjóðasamfélagsins á styrjöldinni líklega tímabundinn og bendir á að löndin sem standa að árásinni hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að veita Sýrlendingum skjól. Þá gagnrýnir Þórunn íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við árásunum. „Ísland, sem hefur tekið á móti örfáum Sýrlendingum á flótta, hefur hvorki játað né neitað að hafa stutt árásirnar í fyrrinótt. Það er þó alveg augljóst á öllum málflutningi íslenskra yfirvalda að þau hafa varla nokkra hugmynd um hvað gengur á í Sýrlandi og enga skýra stefnu eða afstöðu í málefnum Sýrlands. Ég dauðskammast mín fyrir að fylgjast með þessum fálmkenndu, liðleskjulegu fréttaviðtölum sem eru jafn innihaldslaus og allt annað sem þessu stríði tengist.“Stöðuuppfærslu Þórunnar má lesa í heild hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent