Snúin staða fyrir VG vegna NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 16:36 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk. Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk.
Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27