Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 14:29 Silja Dögg Gunnarsdóttir segist vera ánægð að hafa lagt frumvarpið fram. Vísir/Pjetur/Getty Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30