Breytingar á titlum óheppilegar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 15:57 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
„Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02