Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 13:21 Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð. Lögreglumál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð.
Lögreglumál Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira