Íslenskur sumarbústaður vekur heimsathygli Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 11:15 Húsið stendur rétt við Þingvallavatn og er því útsýnið einstaklega fallegt. myndir/© Nanne Springer Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer Hús og heimili Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer
Hús og heimili Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira