Var næstum því búinn að missa höndina en snýr nú aftur í Formúlu 1 Bragi Þórðarson skrifar 12. apríl 2018 10:30 Robert Kubica. Vísir/Getty Pólverjinn Robert Kubica keppti í Formúlu 1 á árunum 2006 til 2010 og hann er eini pólski ökumaðurinn sem hefur náð sigri í keppni. Hræðilegt slys í rallkeppni fyrir 2011 tímabilið varð til þess að Kubica hefur ekkert keppt í íþróttinni síðan. Í slysinu skaddaðist hægri hönd Pólverjans alvarlega og leit út fyrir að þyrfti að fjarlægja höndina algerlega. Sem betur fer var það ekki raunin og eftir fjöldamargar aðgerðir getur Kubica nú ekið Formúlu 1 bíl að nýju. Kubica hefur verið að keppa í heimsmeistaramótinu í rallakstri síðastliðin ár en hefur nú skrifað undir eins árs samning við Williams sem þróunarökumaður. „Þetta er kannski ekki það sem mig dreymdi um, en þetta kemur mér þó aftur í sportið, í nokkuð mikilvægu hlutverki,“ sagði Pólverjinn en hann mun taka þátt í þremur æfingum liðsins á árinu. Williams stillir upp yngsta ökumannsteymi af öllum liðum í Formúlunni með þá Lance Stroll, sem er 19 ára, og Sergey Sirotkin, sem er 22 ára. Það var því mikilvægt fyrir liðið að ráða Kubica þar sem Pólverjinn getur hjálpað liðinu verulega með reynslu sinni. Enska liðið hefur byrjað tímabilið hræðilega og er ljóst að FW41 bíllinn er einfaldlega ekki nógu hraður. Einnig hafa ökumenn liðsins ekki staðið sig nægilega vel sem er kannski skiljanlegt miðað við reynsluleysi þeirra. Því gæti það vel farið svo að Williams ákveði að leyfa Kubica að spreyta sig í keppni í sumar ef árangur þeirra Sirotkin og Stroll heldur áfram að vera á sömu nótum. Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica keppti í Formúlu 1 á árunum 2006 til 2010 og hann er eini pólski ökumaðurinn sem hefur náð sigri í keppni. Hræðilegt slys í rallkeppni fyrir 2011 tímabilið varð til þess að Kubica hefur ekkert keppt í íþróttinni síðan. Í slysinu skaddaðist hægri hönd Pólverjans alvarlega og leit út fyrir að þyrfti að fjarlægja höndina algerlega. Sem betur fer var það ekki raunin og eftir fjöldamargar aðgerðir getur Kubica nú ekið Formúlu 1 bíl að nýju. Kubica hefur verið að keppa í heimsmeistaramótinu í rallakstri síðastliðin ár en hefur nú skrifað undir eins árs samning við Williams sem þróunarökumaður. „Þetta er kannski ekki það sem mig dreymdi um, en þetta kemur mér þó aftur í sportið, í nokkuð mikilvægu hlutverki,“ sagði Pólverjinn en hann mun taka þátt í þremur æfingum liðsins á árinu. Williams stillir upp yngsta ökumannsteymi af öllum liðum í Formúlunni með þá Lance Stroll, sem er 19 ára, og Sergey Sirotkin, sem er 22 ára. Það var því mikilvægt fyrir liðið að ráða Kubica þar sem Pólverjinn getur hjálpað liðinu verulega með reynslu sinni. Enska liðið hefur byrjað tímabilið hræðilega og er ljóst að FW41 bíllinn er einfaldlega ekki nógu hraður. Einnig hafa ökumenn liðsins ekki staðið sig nægilega vel sem er kannski skiljanlegt miðað við reynsluleysi þeirra. Því gæti það vel farið svo að Williams ákveði að leyfa Kubica að spreyta sig í keppni í sumar ef árangur þeirra Sirotkin og Stroll heldur áfram að vera á sömu nótum.
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira