Reykjavík leiði rafbílavæðingu Eyþór Arnalds skrifar 12. apríl 2018 07:00 Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar