Víti í uppbótartíma, Buffon fékk rautt og Ronaldo skaut Real áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 20:45 Buffon og Ronaldo. vísir/getty Real Madrid er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-1 tap gegn Juventus á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Samanlagt 4-3 sigur Real. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur og þá var Mario Mandzukic búinn að skora. Hann kom Juventus í 1-0 eftir fyrirgjöf Sami Khedira og opnaði leikinn upp á gátt. Mandzukic var aftur á ferðinni á 37. mínútu og aftur var það fyrirgjöf en nú kom fyrirgjöfinn frá Stephan Lichtsteiner. Staðan orðin 2-0 og nú þurfti Juventus aðeins eitt mark til að koma leiknum í framlengingu. Markið sem Juventus vantaði kom á 61. mínútu. Keylor Navas, markvörður Real, gerði sig þá sekan um skelfileg mistök og Blaise Matuidi náði að moka boltanum yfir línuna. Þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma og flest benti til þess að leikurinn færi í framlengingu en það varð ekki raunin. Á þriðju mínútu uppbótartíma dæmdi Michael Oliver Medhi Bantia brotlegann er Lucas Vasquez. Allt gjörsamlega sauð upp úr er Englendingurinn dæmdi vítið. Þar gekk fremstur í flokki Gianluigi Buffon og hann gekk það langt að Oliver fékk nóg. Hann sendi hann í sturtu með rautt spjald svo Juventus þurfti að skipta Wojciech Szczesny til að reyna verja vítaspyrnu Cristiano Ronaldo. Ronaldo átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora. Hann var svellkaldur og setti boltann í vinkilinn. Szczesny skutlaði sér í rétt horn en átti ekki möguleika. Real því samanlagt áfram 4-3 en Juventus menn voru brjálaðir í leikslok. Það verða því Real Madrid, Bayern Munchen, Liverpool og Roma sem verða í undanúrslitunum þetta árið. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-1 tap gegn Juventus á heimavelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Samanlagt 4-3 sigur Real. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur og þá var Mario Mandzukic búinn að skora. Hann kom Juventus í 1-0 eftir fyrirgjöf Sami Khedira og opnaði leikinn upp á gátt. Mandzukic var aftur á ferðinni á 37. mínútu og aftur var það fyrirgjöf en nú kom fyrirgjöfinn frá Stephan Lichtsteiner. Staðan orðin 2-0 og nú þurfti Juventus aðeins eitt mark til að koma leiknum í framlengingu. Markið sem Juventus vantaði kom á 61. mínútu. Keylor Navas, markvörður Real, gerði sig þá sekan um skelfileg mistök og Blaise Matuidi náði að moka boltanum yfir línuna. Þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma og flest benti til þess að leikurinn færi í framlengingu en það varð ekki raunin. Á þriðju mínútu uppbótartíma dæmdi Michael Oliver Medhi Bantia brotlegann er Lucas Vasquez. Allt gjörsamlega sauð upp úr er Englendingurinn dæmdi vítið. Þar gekk fremstur í flokki Gianluigi Buffon og hann gekk það langt að Oliver fékk nóg. Hann sendi hann í sturtu með rautt spjald svo Juventus þurfti að skipta Wojciech Szczesny til að reyna verja vítaspyrnu Cristiano Ronaldo. Ronaldo átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora. Hann var svellkaldur og setti boltann í vinkilinn. Szczesny skutlaði sér í rétt horn en átti ekki möguleika. Real því samanlagt áfram 4-3 en Juventus menn voru brjálaðir í leikslok. Það verða því Real Madrid, Bayern Munchen, Liverpool og Roma sem verða í undanúrslitunum þetta árið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti