Innlent

Ferðalangur tekinn í Leifsstöð með þrettán grömm af kannabis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum höfðu lögreglumenn í flugstöðvardeild afskipti af ferðalanginum þar sem hann bar þess einkenni að vera undir áhrifum fíkniefna.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum höfðu lögreglumenn í flugstöðvardeild afskipti af ferðalanginum þar sem hann bar þess einkenni að vera undir áhrifum fíkniefna. vísir/STEFÁN
Erlendur ferðamaður var handtekinn í Leifsstöð nýlega vegna gruns um að hann væri með þrettán grömm af ætluðuð kannabisefnum í fórum sínum.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum höfðu lögreglumenn í flugstöðvardeild afskipti af ferðalanginum þar sem hann bar þess einkenni að vera undir áhrifum fíkniefna.

„Hann framvísaði tveimur hylkjum með meintum kannabisefnum og tóbaksblönduðu kannabisefni. Við leit í farangri hans var hann svo með plastpoka með meintu kannabisefni og meint kannabisfræ í tveimur litlum glösum.

Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku.  Hann greiddi síðan sekt að upphæð 102 þúsund krónur fyrir vörslur á um það bil 13 grömmum af meintum fíkniefnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×