Ísland sótti gull í greipar frænda okkar í Færeyjum Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 06:30 Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn í Þórshöfn í gær. Vísir/Getty Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira