Deilu Norðurturnsins og Smáralindar um bílastæði vísað aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. apríl 2018 15:45 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar. Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar.
Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00
Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00