Bragi mætir ekki á opinn fund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. apríl 2018 19:32 Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Vísir/Pjetur Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun. Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. Þetta staðfesti Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Bragi óskaði sjálfur eftir því í gær að fá að mæta á fundinn. Fulltrúar Velferðarnefndar hafa í gær og í dag skoðað gögn frá velferðarráðuneytinu sem tengjast kvörtunum barnaverndarnefnda yfir afskiptum Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum nefndanna. Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar segir að meira en mánuður sé síðan óskað var eftir gögnunum en þau bárust í nýliðinni viku. Halldóra hefur hvatt Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra um að íhuga stöðu sína í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram á síðustu dögum er varðar meint afskipti Braga af einstöku barnaverndarmáli í Hafnarfirði og Stundin fjallaði um fyrir helgi. Halldóra segir ráðherra hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum um málefni Braga leyndum fyrir nefndinni. Í febrúar var Bragi tilnefndur af ríkisstjórninni sem fulltrúi Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslandi býðst sæti í nefndinni. Halldóra sagði á Bylgjunni í morgun að ef ríkisstjórnin hefði haft gögnin sem hún hefur nú undir höndum þegar sú ákvörðun var tekin, telji hún fullvíst að Bragi hefði ekki verið tilnefndur. Bragi óskaði eftir því í gær að fá að koma fyrir fund Velferðarnefndar, sama fund og nefndin hefur boðað félagsmálaráðherra til, vegna þeirra opinberu umræður sem hefur verið um hans mál að undanförnu en hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið og kollvarpað þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar staðfesti við fréttastofu nú síðdegis að Bragi yrði boðaður á fund nefndarinnar síðar í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði opinn líkt og fundur nefndarinnar með félagsmálaráðherra á morgun.
Tengdar fréttir Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52