Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 19:23 Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira