Stórt skref í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira