Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga 28. apríl 2018 10:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira