Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2018 15:42 20 milljónir til vellíðunarverkefna í grunnskólum bæjarins Vellíðan nemenda hefur allt frá upphafi verið einn af aðal áhersluþáttum við úthlutun Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ. Vellíðan og trú á eigin getu hefur bein áhrif á árangur. Sá sem finnur fyrir vanlíðan er ekki að lifa styrkleika sína og nær því ekki þeim árangri sem hann annars gæti. Það er því samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga að huga vel að líðan nemenda í skólastarfinu. Ótal tækifæri felast í tilverunni hjá unga fólkinu okkar, en einnig áskoranir sem að hluta til má rekja til stöðugra áreita, samanburðar og hraða í samfélaginu. Tengsl eru á milli skjátíma, svefntíma og líðan ungmenna. Því meiri sem skjátíminn er, því líklegra er að svefninn sé minni og því líklegra að viðkomandi finni fyrir vanlíðan. Þetta er ástæða þess að um 20% af fjármagni Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ, eða um 20 milljónum, hefur verið úthlutað til verkefna sem tengjast beint líðan nemenda, félagsfærni og samskiptahæfni síðastliðin fjögur ár. 100 milljónir til þróunarverkefna Þróunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað 100 milljónum til fjölþættra verkefna síðastliðin fjögur ár. Yfirlit yfir þessi verkefni má sjá á heimasíðu Garðabæjar. Fleiri verkefni styrkt af þróunarsjóði snúa einnig að vellíðan nemenda svo sem verkefni sem leggja áherslu á jákvæðan skólabrag, lífsleikni, heilbrigðan lífsstíl, siðfræði, samfélagsábyrgð, jafnrétti, náms- og starfsráðgjöf og starfsfræðslu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á samspil svefns, snjalltækja og líðan t.d. í forvarnaviku skólanna. Samvinnuverkefni allra grunnskóla sem og sérverkefni tengd vellíðan nemenda Þau verkefni sem þróunarsjóður hefur styrkt og snúa að líðan nemenda eru annars vegar umfangsmikil verkefni sem allir skólar í Garðabæ sameinast um að taka þátt í svo sem Velferð barna sem er liður í því að fylgja heildrænni nálgun er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna og ungmenna í Garðabæ. Annað dæmi um samvinnuverkefni skólanna er vinaliðaverkefni sem felur m.a. í sér að í frímínútum er boðið upp á skipulagða leiki sem allir eiga aðgengi að á nokkrum stöðum á skólalóðinni. Hins vegar er um að ræða ýmis smærri verkefni innan skóla sem beinast að vellíðan og sjálfsmynd nemenda svo sem verkefnið ,,Ég er frábær eins og ég er“ og verkefnin ,,Að þjálfa jákvætt hugarfar“ og ,,Vinátta og vellíðan“ svo dæmi séu tekin. Styrkir hafa einnig verið veittir til að jóga, slökun og hugleiðsla verði ríkari þáttur í skólastarfinu. Flataskóli varð einn af þremur fyrstu skólum á Íslandi til þess að verða réttindaskóli Unicef, en í slíkum réttindaskólum er áhersla á að hafa börnin með í öllum ákvörðunum sem snerta hag þeirra og réttindi. Val um skóla styður við vellíðan Vellíðan í skóla er grundvöllur námsárangurs. Sjálfsmynd barna skapast að hluta til í gegnum upplifun í skóla, þá náms- og félagslegu stöðu sem barnið upplifir sig í meðal jafnaldra. Í Garðabæ hafa nemendur og foreldrar þeirra val um skóla óháð búsetu sem skapar þann möguleika að börn geta valið skólaumhverfi og –brag sem hentar þeim sem best. Skólarnir eru hvattir til að efla sérstöðu sína og tveir sjálfstætt starfandi skólar í bænum standa börnum í Garðabæ til boða án skólagjalda. Hvert barn hefur sína styrkleika sem þarf að byggja á og sínar þarfir sem skólaumhverfið þarf að koma til móts við, því er val um skóla mikilvægur þáttur í því að tryggja vellíðan grunnskólabarna. Ánægður kennari, ánægðir nemendur Ánægja kennara í starfi hefur áhrif á líðan nemenda og árangur samkvæmt rannsóknum. Garðabær hefur lagt áherslur á að efla starfsumhverfi kennara og annarra starfsmanna skólanna til dæmis í gegnum þróunarsjóð leik- og grunnskól og með stuðningi til frekara náms. Sjóðurinn hefur á þessu kjörtímabili úthlutað styrkjum til margskonar þróunarverkefna sem gefur metnaðarfullum starfmönnum tækfæri til að þróa störf sín áfram og slík verkefni skila sér til nemenda í fjölbreyttum áherslum. Skólarnir þurfa að hafa rými til að hlúa að vellíðan starfsmanna og nemenda með ýmsu móti, það skapar grunn að öflugu skólastarfi. Á komandi kjörtímabili munum við leggja áherslu á að efla enn frekar og útvíkka þróunarsjóði skólanna í Garðabæ og vera í forystu að efla vellíðan nemenda og starfsmanna skólanna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, formaður skólanefndar grunnskóla og skipar 2. sæti framboðslistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
20 milljónir til vellíðunarverkefna í grunnskólum bæjarins Vellíðan nemenda hefur allt frá upphafi verið einn af aðal áhersluþáttum við úthlutun Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ. Vellíðan og trú á eigin getu hefur bein áhrif á árangur. Sá sem finnur fyrir vanlíðan er ekki að lifa styrkleika sína og nær því ekki þeim árangri sem hann annars gæti. Það er því samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga að huga vel að líðan nemenda í skólastarfinu. Ótal tækifæri felast í tilverunni hjá unga fólkinu okkar, en einnig áskoranir sem að hluta til má rekja til stöðugra áreita, samanburðar og hraða í samfélaginu. Tengsl eru á milli skjátíma, svefntíma og líðan ungmenna. Því meiri sem skjátíminn er, því líklegra er að svefninn sé minni og því líklegra að viðkomandi finni fyrir vanlíðan. Þetta er ástæða þess að um 20% af fjármagni Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ, eða um 20 milljónum, hefur verið úthlutað til verkefna sem tengjast beint líðan nemenda, félagsfærni og samskiptahæfni síðastliðin fjögur ár. 100 milljónir til þróunarverkefna Þróunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað 100 milljónum til fjölþættra verkefna síðastliðin fjögur ár. Yfirlit yfir þessi verkefni má sjá á heimasíðu Garðabæjar. Fleiri verkefni styrkt af þróunarsjóði snúa einnig að vellíðan nemenda svo sem verkefni sem leggja áherslu á jákvæðan skólabrag, lífsleikni, heilbrigðan lífsstíl, siðfræði, samfélagsábyrgð, jafnrétti, náms- og starfsráðgjöf og starfsfræðslu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á samspil svefns, snjalltækja og líðan t.d. í forvarnaviku skólanna. Samvinnuverkefni allra grunnskóla sem og sérverkefni tengd vellíðan nemenda Þau verkefni sem þróunarsjóður hefur styrkt og snúa að líðan nemenda eru annars vegar umfangsmikil verkefni sem allir skólar í Garðabæ sameinast um að taka þátt í svo sem Velferð barna sem er liður í því að fylgja heildrænni nálgun er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna og ungmenna í Garðabæ. Annað dæmi um samvinnuverkefni skólanna er vinaliðaverkefni sem felur m.a. í sér að í frímínútum er boðið upp á skipulagða leiki sem allir eiga aðgengi að á nokkrum stöðum á skólalóðinni. Hins vegar er um að ræða ýmis smærri verkefni innan skóla sem beinast að vellíðan og sjálfsmynd nemenda svo sem verkefnið ,,Ég er frábær eins og ég er“ og verkefnin ,,Að þjálfa jákvætt hugarfar“ og ,,Vinátta og vellíðan“ svo dæmi séu tekin. Styrkir hafa einnig verið veittir til að jóga, slökun og hugleiðsla verði ríkari þáttur í skólastarfinu. Flataskóli varð einn af þremur fyrstu skólum á Íslandi til þess að verða réttindaskóli Unicef, en í slíkum réttindaskólum er áhersla á að hafa börnin með í öllum ákvörðunum sem snerta hag þeirra og réttindi. Val um skóla styður við vellíðan Vellíðan í skóla er grundvöllur námsárangurs. Sjálfsmynd barna skapast að hluta til í gegnum upplifun í skóla, þá náms- og félagslegu stöðu sem barnið upplifir sig í meðal jafnaldra. Í Garðabæ hafa nemendur og foreldrar þeirra val um skóla óháð búsetu sem skapar þann möguleika að börn geta valið skólaumhverfi og –brag sem hentar þeim sem best. Skólarnir eru hvattir til að efla sérstöðu sína og tveir sjálfstætt starfandi skólar í bænum standa börnum í Garðabæ til boða án skólagjalda. Hvert barn hefur sína styrkleika sem þarf að byggja á og sínar þarfir sem skólaumhverfið þarf að koma til móts við, því er val um skóla mikilvægur þáttur í því að tryggja vellíðan grunnskólabarna. Ánægður kennari, ánægðir nemendur Ánægja kennara í starfi hefur áhrif á líðan nemenda og árangur samkvæmt rannsóknum. Garðabær hefur lagt áherslur á að efla starfsumhverfi kennara og annarra starfsmanna skólanna til dæmis í gegnum þróunarsjóð leik- og grunnskól og með stuðningi til frekara náms. Sjóðurinn hefur á þessu kjörtímabili úthlutað styrkjum til margskonar þróunarverkefna sem gefur metnaðarfullum starfmönnum tækfæri til að þróa störf sín áfram og slík verkefni skila sér til nemenda í fjölbreyttum áherslum. Skólarnir þurfa að hafa rými til að hlúa að vellíðan starfsmanna og nemenda með ýmsu móti, það skapar grunn að öflugu skólastarfi. Á komandi kjörtímabili munum við leggja áherslu á að efla enn frekar og útvíkka þróunarsjóði skólanna í Garðabæ og vera í forystu að efla vellíðan nemenda og starfsmanna skólanna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, formaður skólanefndar grunnskóla og skipar 2. sæti framboðslistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun