Lík karlmanns fannst í Kópavogi seint í nótt. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var sjúkrabíll sendur á vettvang um klukkan fjögur í nótt og þá segja vitni að nokkrir lögreglubílar hafi verið á vettvangi.
Uppfært klukkan 9:08: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér stutta tilkynningu vegna málsins:
Erlendur karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Kópavogi á fimmta tímanum í morgun.
Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Líkfundur í Kópavogi
Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
