Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50