Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 00:00 Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Efstu tvö sæti listans skipa Karl Pétur Jónsson, varabæjarfulltrúi og Hildigunnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi við Kvennaskólann. „Karl Pétur er fæddur í Kópavogi árið 1969. Hann hefur BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, en hefur starfað sem ráðgjafi og hefur víðtæka reynslu af stjórn- málum bæði sem þátttakandi og ráðgjafi. Hann hefur starfað að bæjarmálum á Seltjarnarnesi sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi í skólanefnd og jafnréttis- nefnd. Hann hefur verið virkur í foreldrastarfi í Gróttu, í skóla- og leikskólastarfi allt frá því hann flutti á Nesið fyrir 12 árum. Karl Pétur var aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra og starfað sem ráðgjafi og framkvæmdamaður á sviði stjórnmála, atvinnulífs og menningarmála. Karl Pétur er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttir rekstrarstjóra Fríhafnarinnar og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára,“ segir í tilkynningu um listann. „Hildigunnur Gunnarsdóttir er 59 ára menntunarfræðingur. Hún hefur lengi starfað sem framhaldsskólakennari, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hildigunnur var einn af stofnendum fimleikadeildar Gróttu og fyrsti formaður deildarinnar 1986. Síðasta kjörtímabil var Hildigunnur varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd og öldungaráði og varafulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði. Hún hefur starfað að bæjarmálum frá árinu 2004 og auk ofangreindra nefnda setið í janfréttisnefnd. Hildigunnur er gift Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Hildigunni er umhugað um fagmennsku í stjórnssýslu, menntamál, málefni barna, unglinga og ungmenna, íþróttir og lýðheilsu og málefni eldri Nesbúa.“ Í sætum 3 – 5 á lista Viðreisnar/Neslista sitja:3. Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ4. Rán Ólafsdóttir, laganemi5. Oddur J. Jónasson, þýðandi6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður7. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður Helstu baráttumál Viðreisnar/Neslista er að auka lýðræðislega stjórnarhætti á Seltjarnarnesi, en sami flokkur hefur haft meirihluta í bæjarstjórn í 68 ár. Þá vill Viðreisn/Neslistinn auka metnað í þjónustu við bæjarbúa, einkum í skólamálum. Kynning á stefnu framboðsins fer fram laugadaginn 5. maí. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Efstu tvö sæti listans skipa Karl Pétur Jónsson, varabæjarfulltrúi og Hildigunnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi við Kvennaskólann. „Karl Pétur er fæddur í Kópavogi árið 1969. Hann hefur BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, en hefur starfað sem ráðgjafi og hefur víðtæka reynslu af stjórn- málum bæði sem þátttakandi og ráðgjafi. Hann hefur starfað að bæjarmálum á Seltjarnarnesi sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi í skólanefnd og jafnréttis- nefnd. Hann hefur verið virkur í foreldrastarfi í Gróttu, í skóla- og leikskólastarfi allt frá því hann flutti á Nesið fyrir 12 árum. Karl Pétur var aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra og starfað sem ráðgjafi og framkvæmdamaður á sviði stjórnmála, atvinnulífs og menningarmála. Karl Pétur er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttir rekstrarstjóra Fríhafnarinnar og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára,“ segir í tilkynningu um listann. „Hildigunnur Gunnarsdóttir er 59 ára menntunarfræðingur. Hún hefur lengi starfað sem framhaldsskólakennari, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hildigunnur var einn af stofnendum fimleikadeildar Gróttu og fyrsti formaður deildarinnar 1986. Síðasta kjörtímabil var Hildigunnur varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd og öldungaráði og varafulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði. Hún hefur starfað að bæjarmálum frá árinu 2004 og auk ofangreindra nefnda setið í janfréttisnefnd. Hildigunnur er gift Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Hildigunni er umhugað um fagmennsku í stjórnssýslu, menntamál, málefni barna, unglinga og ungmenna, íþróttir og lýðheilsu og málefni eldri Nesbúa.“ Í sætum 3 – 5 á lista Viðreisnar/Neslista sitja:3. Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ4. Rán Ólafsdóttir, laganemi5. Oddur J. Jónasson, þýðandi6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður7. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður Helstu baráttumál Viðreisnar/Neslista er að auka lýðræðislega stjórnarhætti á Seltjarnarnesi, en sami flokkur hefur haft meirihluta í bæjarstjórn í 68 ár. Þá vill Viðreisn/Neslistinn auka metnað í þjónustu við bæjarbúa, einkum í skólamálum. Kynning á stefnu framboðsins fer fram laugadaginn 5. maí.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira