Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Bröndby eru komnir í úrslitaleik danska bikarsins annað árið í röð en þetta varð ljóst eftir 3-1 sigur á Midtjylland í kvöld.
Liðin eru í toppsætunum tveimur í úrvalsdeildinni og ljóst að um athyglisverða rimmu væri að ræða. Silkeborg tryggði sér sæti í úrslitunum í gær með sigri á B-deildarliði Frederica.
Það byrjaði vel fyrir Bröndby því það leið ekki ein mínúta frá því að leikurinn hófst að Bröndby var komið yfir. Pólski framherjinn Kamil Wilczek kom þeim yfir strax í upphafi.
Teemu Pukki tvöfaldaði forystuna á fimmtándu mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 48. mínútu er Gustav Wikheim minnkaði muninn fyrir Midtjylland, 2-1.
Kamil Wilczek skoraði annað mark sitt og þriðja mark Bröndby á 65. mínútu og innsiglaði 3-1 sigur Bröndby sem er því komið í úrslitaleikinn annað árið í röð.
Í fyrra tapaði liði fyrir grönnunum í FCK, 3-1, en nú mætir liðið Silkeborg. Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby.
Hjörtur í bikarúrslit annað árið í röð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
