Taka fyrir að Björt framtíð sé að líða undir lok Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 25. apríl 2018 21:13 Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira