Kári nýr formaður stjórnar RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:54 Kári Jónasson ákvað hann að fara aftur í skóla og hefja störf sem leiðsögumaður – 67 ára að aldri. Vísir/Stefán Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ný stjórn tók við á aðalfundi RÚV ohf. mánudaginn 23. apríl. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda, ber ábyrgð á rekstri félagsins og að farið sé að lögum þess. Nýr formaður stjórnarinnar er Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins og ritstjóri Fréttablaðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Kári hóf störf hjá tímaritum Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1962 og var blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum 1963-1973. Hann hóf störf á fréttastofu Útvarpsins árið 1973, var varafréttastjóri frá 1980 og fréttastjóri frá árinu 1987. Kári var síðan ritstjóri Fréttablaðsins á árunum 2004-2007. Hann hefur m.a. starfað sem leiðsögumaður síðustu ár. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga sterkt og gott Ríkisútvarp, líkt og er í mörgum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það þarf að fylgja straumi tímans og þjóna bæði ungum og öldnum. Ríkisútvarpið er ekki húsið í Efstaleiti heldur fólkið sem þar vinnur, og að því þurfum við hlúa sem best. Jafnframt sterku Ríkisútvarpi þurfum við á traustum og góðum einkamiðlum að halda, öflugum dagblöðum, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva af öllum stærðum og gerðum, vefmiðlum, að ógleymdum landsbyggðarmiðlum, bæði ljósvaka-, prent- og vefmiðlum,“ segir Kári Jónasson, nýkjörinn formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Varamenn eru: Jón Jónsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins Alþingi kaus níu aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. 18. apríl 2018 18:41
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent