„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 08:12 Formaður Afstöðu segir að núverandi kerfi sporni ekki við nægilega vel við endurkomu fanga. Vísir/E.Ól Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér. Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér.
Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00