Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Herjólfur í þann mund að koma í höfn í Heimaey. Vísir/Vilhelm „Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30