Beggi blindi gómaði þjóf: „Auðvitað kom blindi maðurinn auga á þetta“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 22:20 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, lét ekki plata sig í Vestmannaeyjum á dögunum. vísir/stefán Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið. Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið.
Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira