Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Anton INgi Leifsson skrifar 24. apríl 2018 20:30 Salah var á eldi í kvöld. vísir/getty Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. Roma byrjaði ágætlega og hafði ágætis tök á leiknum en það var hins vegar Liverpool sem skoraði fyrsta markið. Það gerði hinn magnaði Mohamed Salah á 36. mínútu er hann skoraði með frábæru skoti í fjærhornið. Níu mínútum síðar var hinn magnaði Salah aftur á ferðinni er hann skoraði sitt 43. mark er hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Roma og vippaði honum fyrir Allisson í marki Roma. 2-0 í hálfleik. Liverpool veislunni var ekki lokið því snemma í síðari hálfleik, nánar tiltekið á 56. mínútu, var röðin komin að Sadio Mane sem skoraði eftir undirbúning Salah. Salah var ekki hættur. Hann lagði upp annað mark sex mínútum síðar, nú fyrir Roberto Firmino en á 69. mínútu skoraði svo Firmino annað mark sitt og fimmta mark Liverpool. 5-0 og Bítlaborgarliðið að taka Roma í kennslustund. Roma náði þó aðeins að klóra í bakkann áður en yfir lauk. Edin Dzeko skoraði með laglegu skoti á 81. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Diego Perotti annað mark Roma af vítapunktinum eftir að hendi var dæmd á James Milner. Lokatölur því 5-2 sigur Liverpool sem virtist ætla að klára þetta einvígi í fyrri leiknum en tvö mörk frá Roma undir lokin heldur einvíginu á lífi þó að Liverpool sé komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Liðin mætast aftur næsta miðvikudagskvöld en annað kvöld mætast Bayern Munchen og Real Madrid í fyrri leik þeirra í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu
Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. Roma byrjaði ágætlega og hafði ágætis tök á leiknum en það var hins vegar Liverpool sem skoraði fyrsta markið. Það gerði hinn magnaði Mohamed Salah á 36. mínútu er hann skoraði með frábæru skoti í fjærhornið. Níu mínútum síðar var hinn magnaði Salah aftur á ferðinni er hann skoraði sitt 43. mark er hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Roma og vippaði honum fyrir Allisson í marki Roma. 2-0 í hálfleik. Liverpool veislunni var ekki lokið því snemma í síðari hálfleik, nánar tiltekið á 56. mínútu, var röðin komin að Sadio Mane sem skoraði eftir undirbúning Salah. Salah var ekki hættur. Hann lagði upp annað mark sex mínútum síðar, nú fyrir Roberto Firmino en á 69. mínútu skoraði svo Firmino annað mark sitt og fimmta mark Liverpool. 5-0 og Bítlaborgarliðið að taka Roma í kennslustund. Roma náði þó aðeins að klóra í bakkann áður en yfir lauk. Edin Dzeko skoraði með laglegu skoti á 81. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Diego Perotti annað mark Roma af vítapunktinum eftir að hendi var dæmd á James Milner. Lokatölur því 5-2 sigur Liverpool sem virtist ætla að klára þetta einvígi í fyrri leiknum en tvö mörk frá Roma undir lokin heldur einvíginu á lífi þó að Liverpool sé komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Liðin mætast aftur næsta miðvikudagskvöld en annað kvöld mætast Bayern Munchen og Real Madrid í fyrri leik þeirra í undanúrslitunum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti