Stefnir í prestaskort Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Séra Kristján segir töluvert mikið vinnuálag á mörgum prestum. Vísir/ernir „Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
„Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira