Kvíðinn og bjargirnar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. apríl 2018 15:42 Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun