Kvíðinn og bjargirnar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. apríl 2018 15:42 Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun