Mengun fer minnkandi Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 23. apríl 2018 08:00 Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir að þrátt fyrir aukna umræðu um mengun í Reykjavík sé hún að minnka. Vísir/ernir Margir Reykvíkingar hafa haft áhyggjur af mengun í borginni undanfarið, enda hafa margir orðið varir við mikið svifryk í kringum aðalumferðaræðar borgarinnar í vetur. En Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin í borginni sé ekki að aukast, heldur að minnka, þó vissulega væri hægt að gera meira til að vinna gegn henni. „Eiginlega öll loftmengun er óæskileg, en ef maður ber loft hér saman við í öðrum löndum Evrópu kemur í ljós að við erum með hreinasta loft í Evrópu,“ segir Þorsteinn. „Loftmengun er almennt minni hér en í sambærilegum borgum, en það koma dagar þar sem hún er mjög slæm, sérstaklega snemma á vorin. Þá er snjórinn farinn, göturnar skítugar eftir veturinn, margir bílar á nagladekkjum og það myndast drullulag á götunum. Svo þegar þornar þyrlast þetta upp og það myndast rykmökkur.“Verri mengun á Akureyri „Mars og apríl eru oft verstu mánuðirnir hérna á höfuðborgarsvæðinu og ástandið er ekkert betra í Kópavogi eða Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikil umræða um mengun í vetur en þetta hefur verið vandamál lengi. Eftir að það var byrjað að mæla á Akureyri fyrir rúmum 10 árum kom líka í ljós að það er meira ryk þar, því það er minna rok þar til að feykja því burt, hærra hlutfall bíla á nagladekkjum og sandur notaður við hálkuvarnir. Við byrjuðum að mæla loftmengun 1986 og þá fannst fólki þetta hálffyndið, því það vissu auð vitað allir að það væri engin loftmengun á Íslandi,“ segir Þorsteinn. „En eftir fyrsta veturinn kom í ljós að við fórum alveg 40 sinnum yfir heilsuverndarmörkin. Það átti eftir að gerast öðru hvoru allt til ársins 2000. Ef við horfum til þessara ára þá er ástandið mun betra núna. Á þessum tíma voru fleiri á nagladekkjum, miklu meiri mengun af útblæstrinum, því mengunarvarnir bíla voru takmarkaðar, og malbikið var verra. Fyrir um 30 árum batnaði malbikið mikið hér á höfuðborgarsvæðinu og síðustu 20 ár hefur verið flutt inn sérstaklega endingargott grjót til að malbika aðalumferðaræðarnar.“Loftmengun hefur verið mæld í Reykjavík síðan árið 1986.Vísir/ernirGöturyk skárra en útblástur „Við tölum stundum um Norrænar nagladekkjaborgir, þar sem göturykið verður stórt vandamál, á meðan í stærri borgum á meginlandinu eru nagladekk bönnuð og þar er útblásturinn stóra vandamálið,“ segir Þorsteinn. „Útblástursmengunin er verri, í henni eru fínni korn sem fara lengra ofan í lungun og innihalda meiri af krabbameinsvaldandi efnum en göturyk. En allt svifryk veldur álagi á lungun, hvort sem það er hættuleg mengun eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er mjög mikið ryk getur þetta aukið álag á lungun og haft slæm áhrif á fólk sem er mjög veikt fyrir, til dæmis hjartasjúkling sem reykir og er með flensu. Þá getur slæmur rykdagur jafnvel dregið viðkomandi til dauða.“Það ætti að rykbinda „Það hefur verið svolítið í umræðu að það eigi að þrífa göturnar og það hjálpar, það er ákveðin forvörn í því. En það getur tekið margar vikur að þrífa allar götur borgarinnar og á veturna er það oft bara ekki hægt. Þess vegna hef ég sagt að við ættum að rykbinda þessar mestu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu, sem Vegagerðin sér um, oftar og betur,“ segir Þorsteinn. „Frá áramótum höfum við farið 12 sinnum yfir mörkin, þar af líklega 10 sinnum út af göturyki. Það væri hægt að rykbinda allar helstu götur borgarinnar á parti úr degi. Ég veit ekki hvers vegna þetta er ekki gert meira, ég hef talað um þetta í 10 ár. Ég held að kostnaður sé aðalástæðan. En það þarf bara að setja þetta í samhengi við almennt vetrarviðhald. Það kostar mikið í heild, en rykbindingin væri bara lítill hluti af heildinni. Þar að auki væri hægt að bæta almenningssamgöngur, svo fólk keyri minna og hafa auglýsingaherferðir á haustin þar sem fólk væri hvatt til að nota ekki nagladekk að óþörfu,“ segir Þorsteinn„Borgin hefur líka talað um að setja kannski gjald á nagladekk, því þau slíta götunum 20-50 sinnum meira en venjuleg dekk. Þetta er allt gert víða á Norðurlöndum.“Suma daga getur myndast mikið svifryk við aðalumferðaræðar borgarinnar.Vísir/ernirStundum gott að vera inni „Fólk með öndunarfærasjúkdóma finnur frekar fyrir loftmenguninni og sumir komast ekki út úr húsi á slæmum dögum, hvar sem þeir eru í þéttbýli. En við höfum ekki mælt með að aðrir geri neinar ráðstafanir vegna mengunarinnar, heldur láti lífið bara ganga sinn vanagang,“ segir Þorsteinn. „Það er bara um að gera að beita almennri skynsemi og vera ekki á ferðinni nálægt miklum umferðargötum á verstu dögunum. Þá ættu leikskólar sem eru mjög nálægt miklum umferðaræðum líka kannski að halda börnum inni. En það skerðir náttúrulega lífsgæði þeirra og loftgæði innanhúss geta verið slæm líka, þannig að þetta er umdeilt. En á rosalega slæmum tímum, eins og síðasta gamlárskvöld, þá ætti enginn að vera úti með ungbarn á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Ég vona líka að við getum minnkað aðeins magnið af flugeldum sem er skotið upp á gamlárskvöld. Ég hef gaman af þeim en vil ekki að við förum út í svona vitleysu.“ Skortir áhuga á mengunarvörnum hjá yfirvöldum „Heilt yfir sjáum við góða þróun, en ég myndi samt vilja sjá meiri áhuga á mengunarvörnum hjá Vegagerðinni,“ segir Þorsteinn. „Umhverfisstofnun var að gefa út áætlun um loftgæði sem heitir „Hreint loft til framtíðar“, sem er aðgengileg á netinu. Þar leggjum við fram lista yfir aðgerðir sem er hægt að grípa til og setjum fram markmið til að svifryksmengun af göturyki hætti að fara yfir heilsuverndarmörk. En þetta eru aðgerðir sem sveitarfélög og Vegagerðin þurfa að framkvæma. Mér finnst skorta áhuga og skilning á þessu vandamáli. Það væri hægt að gera meira.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Fjörutíu og fjögur prósent eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. 12. apríl 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Margir Reykvíkingar hafa haft áhyggjur af mengun í borginni undanfarið, enda hafa margir orðið varir við mikið svifryk í kringum aðalumferðaræðar borgarinnar í vetur. En Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin í borginni sé ekki að aukast, heldur að minnka, þó vissulega væri hægt að gera meira til að vinna gegn henni. „Eiginlega öll loftmengun er óæskileg, en ef maður ber loft hér saman við í öðrum löndum Evrópu kemur í ljós að við erum með hreinasta loft í Evrópu,“ segir Þorsteinn. „Loftmengun er almennt minni hér en í sambærilegum borgum, en það koma dagar þar sem hún er mjög slæm, sérstaklega snemma á vorin. Þá er snjórinn farinn, göturnar skítugar eftir veturinn, margir bílar á nagladekkjum og það myndast drullulag á götunum. Svo þegar þornar þyrlast þetta upp og það myndast rykmökkur.“Verri mengun á Akureyri „Mars og apríl eru oft verstu mánuðirnir hérna á höfuðborgarsvæðinu og ástandið er ekkert betra í Kópavogi eða Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikil umræða um mengun í vetur en þetta hefur verið vandamál lengi. Eftir að það var byrjað að mæla á Akureyri fyrir rúmum 10 árum kom líka í ljós að það er meira ryk þar, því það er minna rok þar til að feykja því burt, hærra hlutfall bíla á nagladekkjum og sandur notaður við hálkuvarnir. Við byrjuðum að mæla loftmengun 1986 og þá fannst fólki þetta hálffyndið, því það vissu auð vitað allir að það væri engin loftmengun á Íslandi,“ segir Þorsteinn. „En eftir fyrsta veturinn kom í ljós að við fórum alveg 40 sinnum yfir heilsuverndarmörkin. Það átti eftir að gerast öðru hvoru allt til ársins 2000. Ef við horfum til þessara ára þá er ástandið mun betra núna. Á þessum tíma voru fleiri á nagladekkjum, miklu meiri mengun af útblæstrinum, því mengunarvarnir bíla voru takmarkaðar, og malbikið var verra. Fyrir um 30 árum batnaði malbikið mikið hér á höfuðborgarsvæðinu og síðustu 20 ár hefur verið flutt inn sérstaklega endingargott grjót til að malbika aðalumferðaræðarnar.“Loftmengun hefur verið mæld í Reykjavík síðan árið 1986.Vísir/ernirGöturyk skárra en útblástur „Við tölum stundum um Norrænar nagladekkjaborgir, þar sem göturykið verður stórt vandamál, á meðan í stærri borgum á meginlandinu eru nagladekk bönnuð og þar er útblásturinn stóra vandamálið,“ segir Þorsteinn. „Útblástursmengunin er verri, í henni eru fínni korn sem fara lengra ofan í lungun og innihalda meiri af krabbameinsvaldandi efnum en göturyk. En allt svifryk veldur álagi á lungun, hvort sem það er hættuleg mengun eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er mjög mikið ryk getur þetta aukið álag á lungun og haft slæm áhrif á fólk sem er mjög veikt fyrir, til dæmis hjartasjúkling sem reykir og er með flensu. Þá getur slæmur rykdagur jafnvel dregið viðkomandi til dauða.“Það ætti að rykbinda „Það hefur verið svolítið í umræðu að það eigi að þrífa göturnar og það hjálpar, það er ákveðin forvörn í því. En það getur tekið margar vikur að þrífa allar götur borgarinnar og á veturna er það oft bara ekki hægt. Þess vegna hef ég sagt að við ættum að rykbinda þessar mestu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu, sem Vegagerðin sér um, oftar og betur,“ segir Þorsteinn. „Frá áramótum höfum við farið 12 sinnum yfir mörkin, þar af líklega 10 sinnum út af göturyki. Það væri hægt að rykbinda allar helstu götur borgarinnar á parti úr degi. Ég veit ekki hvers vegna þetta er ekki gert meira, ég hef talað um þetta í 10 ár. Ég held að kostnaður sé aðalástæðan. En það þarf bara að setja þetta í samhengi við almennt vetrarviðhald. Það kostar mikið í heild, en rykbindingin væri bara lítill hluti af heildinni. Þar að auki væri hægt að bæta almenningssamgöngur, svo fólk keyri minna og hafa auglýsingaherferðir á haustin þar sem fólk væri hvatt til að nota ekki nagladekk að óþörfu,“ segir Þorsteinn„Borgin hefur líka talað um að setja kannski gjald á nagladekk, því þau slíta götunum 20-50 sinnum meira en venjuleg dekk. Þetta er allt gert víða á Norðurlöndum.“Suma daga getur myndast mikið svifryk við aðalumferðaræðar borgarinnar.Vísir/ernirStundum gott að vera inni „Fólk með öndunarfærasjúkdóma finnur frekar fyrir loftmenguninni og sumir komast ekki út úr húsi á slæmum dögum, hvar sem þeir eru í þéttbýli. En við höfum ekki mælt með að aðrir geri neinar ráðstafanir vegna mengunarinnar, heldur láti lífið bara ganga sinn vanagang,“ segir Þorsteinn. „Það er bara um að gera að beita almennri skynsemi og vera ekki á ferðinni nálægt miklum umferðargötum á verstu dögunum. Þá ættu leikskólar sem eru mjög nálægt miklum umferðaræðum líka kannski að halda börnum inni. En það skerðir náttúrulega lífsgæði þeirra og loftgæði innanhúss geta verið slæm líka, þannig að þetta er umdeilt. En á rosalega slæmum tímum, eins og síðasta gamlárskvöld, þá ætti enginn að vera úti með ungbarn á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Ég vona líka að við getum minnkað aðeins magnið af flugeldum sem er skotið upp á gamlárskvöld. Ég hef gaman af þeim en vil ekki að við förum út í svona vitleysu.“ Skortir áhuga á mengunarvörnum hjá yfirvöldum „Heilt yfir sjáum við góða þróun, en ég myndi samt vilja sjá meiri áhuga á mengunarvörnum hjá Vegagerðinni,“ segir Þorsteinn. „Umhverfisstofnun var að gefa út áætlun um loftgæði sem heitir „Hreint loft til framtíðar“, sem er aðgengileg á netinu. Þar leggjum við fram lista yfir aðgerðir sem er hægt að grípa til og setjum fram markmið til að svifryksmengun af göturyki hætti að fara yfir heilsuverndarmörk. En þetta eru aðgerðir sem sveitarfélög og Vegagerðin þurfa að framkvæma. Mér finnst skorta áhuga og skilning á þessu vandamáli. Það væri hægt að gera meira.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Fjörutíu og fjögur prósent eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. 12. apríl 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Fjörutíu og fjögur prósent eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. 12. apríl 2018 06:00
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45