Spilar á sögufrægt James Bond og Bítla-horn Benedikt Bóas skrifar 23. apríl 2018 06:00 Kjartan Ólafsson leikur á merkilegt horn í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst. Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst.
Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira