Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2018 18:28 Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Vísir/Gunnar.V. Andrésson Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira