Elísabet Bretlandsdrottning á sviðinu við lok tónleikanna.Vísir/Getty
Elísabet Bretlandsdrottning var viðstödd sérstaka tónleika í kvöld í tilefni af afmæli 92 ára afmæli hennar.
Mikill fjöldi var viðstaddur tónleikana í Royal Albert Hall en velski tónlistarmaðurinn Tom Jones var fyrstur á svið og flutti lagið It´s Not Unusual.
Elísabet hefur verið drottning í 66 ár.Vísir/GettyTónlistarfólkið KylieMinogue, LadysmithBlackMambazo og Shaggy voru einnig meðal tónlistarmanna á þessum tónleikum en á meðal gesta voru margar af stærstu stjörnum dagsins í dag.
Shaggy og Sting fluttu lag á tónleikunum.Vísir/GettyVið lok tónleikanna fór Elísabet á svið ásamt syni sínu Karli Bretaprins. Prinsinn gantaðist með að móðir hans sá það vafalaust ekki fyrir árið 1948, þegar Karl fæddist, að hún myndi deila sviði mið 70 ára gömlum syni sínum á 92 ára afmæli hennar.
Ástralska söngkonan Kylie Minogue á sviði.Vísir/GettyÁ vef Reuters er tekið fram að tónleikarnir hafi ekki verið samkvæmt hefð drottningarinnar um að halda lítinn afmælisfögnuð ásamt fjölskyldu sinni. Þegar hún varð hins vegar 90 ára gömul voru haldnar hátíðir víða um Bretland til að fagna drottningunni.
Tom Jones var fyrstur á svið.Vísir/GettyElísabet fæddist 21. apríl árið 1926 en hún varð drottning 25 ára gömul árið 1952. Hún hefur því verið drottning í 66 ár.
Harry Bretaprins og Meghan MarkleVísir/GettyTónlistarmaðurinn Craig David var á meðal þeirra sem komu fram.Vísir/Getty