Bar 11 lokar í kvöld: „Við slökkvum á partýinu núna, en við komum aftur“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 13:26 Össur Hafþórsson er einn eigenda Bar 11. Vísir/Pjetur Rokk-barnum og skemmtistaðnum Bar 11, sem einnig er þekktur sem „Ellefan“, verður lokað í kvöld eftir fjórtán ára rekstur. Staðurinn hefur verið starfræktur í fjölda ára, fyrst í Bergstaðarstræti en síðustu ár á Hverfisgötu, og Össur Hafþórsson, einn eigenda Ellefunnar, segir að ástæðan fyrir því að staðnum verði lokað sé að ekki hafi náðst samkomulag við húseigandann um áframhaldandi húsaleigu. Bar 11 hefur verið staðsettur við Hverfisgötu 18 frá árinu 2010 og er barinn þekktur fyrir rokktónlist. Hefur hann verið vinsæll tónleikastaður undanfarin ár. „Framundan er að loka og hafa svo augun opin fyrir nýju húsnæði,“ segir Össur en hann rekur einnig skemmtistaðinn Bar 7 við Frakkarstíg 7. Að hans sögn flyst sumt starfsfólk Ellefunnar yfir á Bar 7. Össur segir það verði opið kveðjupartý í kvöld og að öllum sé boðið. „Við viljum fyrst og síðast þakka öllum fyrir. Ég hef verið þarna stundum um helgar og þá kemur kannski svaka flottur bíll með slaufum utan á og út stökkva brúðhjón og taka mynd af sér fyrir utan Bar 11. Það hefur gerst marg oft og eitt sinn fór ég nú út og spurði fólkið hvað þau væru að gera og hvort þeim þætti húsið svona fallegt. Þau svöruðu að þau hefðu kynnst þarna. Mér þykir rosalega vænt um þetta. Ég veit um fullt af hjónaböndum sem hafa orðið til þarna,“ segir Össur. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Rokk-barnum og skemmtistaðnum Bar 11, sem einnig er þekktur sem „Ellefan“, verður lokað í kvöld eftir fjórtán ára rekstur. Staðurinn hefur verið starfræktur í fjölda ára, fyrst í Bergstaðarstræti en síðustu ár á Hverfisgötu, og Össur Hafþórsson, einn eigenda Ellefunnar, segir að ástæðan fyrir því að staðnum verði lokað sé að ekki hafi náðst samkomulag við húseigandann um áframhaldandi húsaleigu. Bar 11 hefur verið staðsettur við Hverfisgötu 18 frá árinu 2010 og er barinn þekktur fyrir rokktónlist. Hefur hann verið vinsæll tónleikastaður undanfarin ár. „Framundan er að loka og hafa svo augun opin fyrir nýju húsnæði,“ segir Össur en hann rekur einnig skemmtistaðinn Bar 7 við Frakkarstíg 7. Að hans sögn flyst sumt starfsfólk Ellefunnar yfir á Bar 7. Össur segir það verði opið kveðjupartý í kvöld og að öllum sé boðið. „Við viljum fyrst og síðast þakka öllum fyrir. Ég hef verið þarna stundum um helgar og þá kemur kannski svaka flottur bíll með slaufum utan á og út stökkva brúðhjón og taka mynd af sér fyrir utan Bar 11. Það hefur gerst marg oft og eitt sinn fór ég nú út og spurði fólkið hvað þau væru að gera og hvort þeim þætti húsið svona fallegt. Þau svöruðu að þau hefðu kynnst þarna. Mér þykir rosalega vænt um þetta. Ég veit um fullt af hjónaböndum sem hafa orðið til þarna,“ segir Össur.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira