Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 23:53 Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Kvikmyndaframleiðandinn er sakaður um að hafa beitt yfir áttatíu konur kynferðislegu ofbeldi. Vísir/getty Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40