Red Bull og Honda hefja viðræður Bragi Þórðarson skrifar 1. maí 2018 09:00 Red Bull leitar nú að vélarframleiðanda. vísir/afp Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira