Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Anton Ingi Leifsson skrifar 30. apríl 2018 18:51 Ólafur ræðir við fjórða dómarann síðasta sumar. vísir/eyþór Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30
Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22
Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti