Réttindi og skyldur NPA-starfsfólks óljós Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt á Alþingi í vikunni. Vísir/anton Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00