Meira fólk, minna malbik Líf Magneudóttir skrifar 9. maí 2018 11:32 Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun