Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jafnframt hefur hægt á fjölgun ferðamanna. Vísir/stefán Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferðaþjónustu jukust um 20 prósent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinarinnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 prósent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlánasafni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhúsnæði. Slík lán námu um 574 milljörðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendurskoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur uppsafnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórnvöld hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evróputilskipana og -reglugerða.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30 „Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
„Nokkuð skýr merki“ að fjölgunartoppinum sé náð Fjölgun ferðamanna á milli ársfjórðunga ekki verið minni síðan fyrir uppsveiflu. 27. apríl 2018 10:30
„Komst þú inn í Ísland? Ekki ég, það var fullt“ Doug Lansky, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum, segir að íslensk yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki ættu að setja upp bókunarkerfi fyrir ferðamenn á helstu ferðamannastaði landsins. 2. maí 2018 15:15
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28