Stracta Hótel er til sölu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Uppbygggin Stracta Hótels kostaði 1,7 milljarða króna þegar hótelið var opnað árið 2014. Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00