Sveitarstjórnarmenn hætta í hrönnum eftir kjörtímabilið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2018 20:45 Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39