Önnur hitabylgja skellur á norðurpólnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 16:55 Frá Tjúktahafi við strendur Alaska í júlímánuði. Útbreiðsla hafíssins þar nú er sú minnsta sem mælst hefur í maí Vísir/AFP Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Hitinn sem mælst hefur á norðurskautinu undanfarna daga er líklega sá mesti á þessum árstíma frá því að mælingar hófust upp úr miðri síðustu öld. Á norðurpólnum sjálfum hefur hitinn náð frostmarki sem er um 17-19°C hlýrra en í venjulegu árferði. Óvanaleg hlýindi hafa gengið yfir norðurskautið fjóra af síðustu fimm vetrum. Stór hluti norðurskautsins norðan 80. Breiddargráðu er nú sagður óvenjuhlýr, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Hitinn þar er nú um 10°C en vanalega væri hann nær -16°C. Það eru mestu hlýindi sem mælst hafa á svæðinu frá 1958. Hafísinn hefur hopað hratt í hlýindunum. Við Svalbarða hefur hann skroppið saman um 82.000 ferkílómetra. Útbreiðsla hans er nú sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust þar. Í Berings- og Tjúktahafi hefur hafísinni aldrei þakið minna svæði á þessum árstíma.Sea ice extent in the Bering-Chukchi Sea region remains a record low for the date. The previous record was 2017. Each other thin line represents one year from 1979 [purple] to 2016 [white]. pic.twitter.com/0B2ffJMZ44— Zack Labe (@ZLabe) May 6, 2018 Líkt og í vetur þegar heitt loft streymdi norður á heimskautið en kalt loft þaðan suður í Evrópu og Síberíu hefur svalt heimskautaloftið leitað suður á bóginn til Grænlands. Þar hefur kuldinn efst á jöklinum nálgast met í maímánuði. Kuldinn hefur farið niður í -44°C. Árekstrar hlýs og kalds lofts við Grænland hefur valdið lægðagangi þar að undanförnu. Hitabylgjan á norðurslóðum í vetur var rakin til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins sem heldur alla jafna köldu heimskautaloftinu á sínum stað. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hnattræn hlýnun af völdum manna gæti veikt veðurkerfið. Það myndi gera sveiflur sem þessar líklegri þar sem hlýtt loft að sunnan ætti greiðari leið að norðurskautinu en kalt loft gæti að sama skapi þá skriðið suður og kælt meginlöndin þar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55